Innlent

Flugumferðarstjórar flestir komnir til Flugstoða

MYND/Heiða

Hátt í fimmtíu þeirra fimmtíu og átta flugumferðarstjóra sem neitað höfðu að ráða sig hjá Flugstoðum ohf. hafa í dag ákveðið að ráða sig til starfa þar. Því er reiknað með að flugumferð komist í samt lag í dag en viðbúnaðaráætlun Flugstoða sem tók gildi um áramót var aflýst um hádegisbil í dag.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Flugstoðir náðu í gær samkomulagi eftir margra vikna deilur um réttindi og skyldur flugumferðarstjóra hjá Flugstoðum ohf. en Flugstoðir tóku við stjórn flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu af Flugmálastjórn Íslands um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×