Innlent

Kertafleytingar í kvöld

Kertum verður fleytt á Tjörninni í 23. sinn í kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna 1945.
Kertum verður fleytt á Tjörninni í 23. sinn í kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna 1945.

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn og á Akureyri eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan hálf ellefu. Athöfnin er haldin í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki árið 1945.

Í tilkynningu frá samstarfshópi íslenskra friðarhreyfinga er sagt að athöfnunum sé ætlað að leggja áherslu á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Sextíu og tvö ár eru nú liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí en þær voru 6. og 9. ágúst og mun þetta vera í 23 skiptið sem sem kertum er fleytt á Tjörninni í Reykjavík af þessu tilefni.

Safnast verður saman við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30 en þar mun Gunnar Hersveinn heimspekingur flytja stutt ávarp áður en kertunum verður fleytt, að því er segir í tilkynningunni. Fundarstjóri verður Heiða Eiríksdóttir tónlistarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×