Innlent

Nýtt langdrægt farsímakerfi komið á fyrir lok næsta árs

Mjög hefur gagnrýnt hversu mörg svæði á landinu eru utan GSM-netsins og hefur þá sérstaklega verið bent á hættuna sem getur stafað af því ef slys verða á fjölförnum þjóðvegum sem eru ekki neinu símasambandi.

Linda Björk Waage, talsmaður Símans, segir að fyrir lok næsta árs verði öll vandamál þessu tengd að baki því þá komi í notkun nýtt langdrægt farsímakerfi sem leysi af hólmi NMT-kerfið sem nú er notað.

Nýja kerfið mun hafa sömu langdrægi og NMT-kerfið en gagnaflutningshraði verður svipaður í hefðbundinni ADSL tengingu að sögn Lindu Bjarkar. Þetta mun gera fólki kleift að tengjast internetinu í óbyggðum og á miðunum.

Linda segir að símtækin sem geti nýtt sér nýja kerfið séu af svipaðri gerð og þau sem nú eru notuð í GSM kerfinu.

Linda Björk segir að til að unnt sé að hagnýta sér bæði kerfi þurfi notendur að hafa áskrift að báðum kerfum.

Hún segir að þetta nýja kerfi muni auka mjög á öryggi vegfarenda og sæfarenda og leysa þannig að mestu þann vanda sem er við rekstur núverandi farsímakerfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×