Innlent

Nýr strengur fyrir netþjónabú

Andri Ólafsson skrifar
Kenneth Peterson er maðurinn á bakvið nýja strenginn.
Kenneth Peterson er maðurinn á bakvið nýja strenginn.
Ljósleiðarastrengurinn sem fyrirtækið Hibernia Atlantic hyggst leggja til Íslands haustið 2008 er stórt skref í átt til þess að á Íslandi geti erlend fyrirtæki reist netþjónabú.

Nokkrar vangaveltur hafa verið um möguleikann á að reisa slík bú hér á landi en þær hafa iðulega strandað á skortinum á öruggum netsamskiptum við umheiminn.

Eftir að strengurinn hefur verið lagður ætti því síðustu hindruninni að hafa verið rutt úr vegi því aðrar aðstæður, eins og loftslag og orkuverð þykja afar hagstæðar hér á landi.

Þeir sem til málsins þekkja telja það líklegt að Hibernia Atlantic viti nú þegar af áhuga erlendra fyrirtækja á að reisa hér netþjónabú fyrst fyrirtækið hyggst leggja í svo umfangsmikla fjárfestingu.

Einn eigenda Hibernia Atlantic er fjárfestirirnn Kenneth Peterson, oft kenndur við Norðurál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×