Innlent

Lokað fyrir bílaumferð á Gaypride

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við þúsundum gesta í Gleðigöngunni sem fer niður Laugarveginn á laugardag. Lokað verður fyrir almenna umferð á Laugavegi, Bankastræti og í Lækjargötu strax frá laugardag vegna göngunnar. Ökumönnum er því bent á að finna sér aðrar leiðir.

Þá vill lögreglan beina þeim tilmælum til fólks að það noti bílastæði í nágrenni miðborgarinnar. Þeir sem leggja ökutækjum sínum sem næst gönguleiðinni mega búast við töluverðum umferðartöfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×