Lífið

Mel B gengur í það heilaga

Gengin út!
Gengin út!

Mel B gekk að eiga kvikmyndaframleiðandann Stephen Belafonte á laun í Las vegas fyrir tveimur mánuðum. Samkvæmt hjúskaparvottorði frá Nevada fór athöfnin fram þann 6. júní.

Á sama tíma hefur hún verið að  berjast fyrir því að kvikmyndaleikarinn Eddie Murphy viðurkenni að hann sé faðir fjögurra mánaða dóttur hennar Angel Iris, sem hann hefur nú gert.

Mel B segist hafa þekkt Stephen í sjö ár og að þau hafi nú viljað ganga skrefinu lengra. "Við vildum hafa þetta persónulegt en stefnum að því að halda stóra veislu með fjölskyldunni seinna á árinu."

Athöfnin í júní var mjög látlaus og var kryddpían fyrrverandi ekki einu sinni klædd brúðarkjól. Semsagt allt annar bragur yfir en í fyrra brúðkaupi hennar árið 1998 þegar hún gekk að eiga dansarann Jimmy Gulzar með pompi og prakt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.