Útlitið dökkt í Vesturbænum 9. ágúst 2007 01:00 Baldur Aðalsteinsson átti frábæran leik í gær og fer hér framhjá Gunnlaugi Jónssyni án þess að hafa mikið fyrir því. MYND/valli KR-ingum mistókst að lyfta sér af botni Landsbankadeildarinnar er þeir töpuðu illa á heimavelli fyrir Val, 3-0. Ekki bar mikið á því að Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari KR, hafi náð að kalla fram miklar breytingar á leik KR-inga. Fyrstu fimmtán mínúturnar í leiknum voru afar fjörlegar þótt ekkert mark hafi komið. Björgólfur Takefusa átti tvö góð skot að marki áður en Valsmenn tóku öll völd á vellinum. Þá sér í lagi Baldur Aðalsteinsson sem lék varnarmenn KR grátt og átti nokkur góð skot að marki. Eftir eina stórsókn var Guðmundur Benediktsson felldur í teig heimamanna en ekkert var dæmt. Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari KR, hafði ekkert til að brosa fyrir í leikslok. Leikurinn róaðist eftir þetta og jafnræði var á liðunum þó Valsmenn hafi fengið betri færi. Gestirnir voru einfaldlega duglegri að spila boltanum á milli sín og skapa þannig færi á meðan sóknaraðgerðir KR-inga byggðust upp á einstaklingsframtaki og vonlitlum skottilraunum. Björgólfur var einnig áberandi í upphafi síðari hálfleiks en hann fékk afar gott skallafæri strax á 48. mínútu sem hann nýtti illa. Eftir það gerðist fátt markvert, leikurinn einkenndist af mikilli baráttu án þess að leikmenn sköpuðu sér almennilegt færi. Á 67. mínútu brotnaði ísinn loksins eftir vel útfærða hornspyrnu Valsmanna. Boltanum var rennt á Rene Carlsen sem skaut föstu skoti að marki. Baldur Aðalsteinsson breytti svo stefnu boltans og stýrði honum í markið. Baldur var aftur á ferð örskömmu síðar er hann skallaði í mark KR eftir góða aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar. Helgi Sigurðsson gerði svo endanlega út um leikinn á 82. mínútu er hann nýtti sér mistök Gunnlaugs Jónssonar. Hann ætlaði að senda boltann aftur á markvörðinn en Helgi komst inn í lausa sendinguna og lyfti boltanum í markið. Þar með voru úrslit leiksins ráðin og ljóst að Valsmenn halda spennu í toppbaráttunni og KR-ingar sitja sem fastast á botni deildarinnar. "Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, þannig lögðum við hann upp," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir leik. "Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en vantaði grimmd í teiginn og vorum við ákveðnir í að bæta úr því í síðari hálfleik. Það kom, þó seint hefði verið. En ég var annars mjög ánægður með okkar leik. Ég bjóst við að KR-ingar yrðu kraftmeiri og sókndjarfari leiknum. Þeir reyndu það en það gaf okkur vissa möguleika líka." Logi var vitanlega óánægður með frumraun sína með KR í deildinni. Hann skrifaði tapið á einbeitingarleysi sinna manna. "Einbeitingin hefur ekkert með sjálfstraustið að gera. Valsmenn skora úr tveimur föstum leikatriðum sem fer með leikinn fyrir okkur. Liðið stenst illa það mótlæti að fá á sig mark og verðum við að vinna með það." Hann vildi lítið segja um stöðu liðsins í deildinni og þess í stað einbeita sér að næsta leik. "Nú taka við æfingar og svo næsti leikur gegn Víkingi. Nú þurfum við að taka okkur saman í andlitinu og einbeita okkur að honum. En ég viðurkenni það fúslega að staðan er erfið." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
KR-ingum mistókst að lyfta sér af botni Landsbankadeildarinnar er þeir töpuðu illa á heimavelli fyrir Val, 3-0. Ekki bar mikið á því að Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari KR, hafi náð að kalla fram miklar breytingar á leik KR-inga. Fyrstu fimmtán mínúturnar í leiknum voru afar fjörlegar þótt ekkert mark hafi komið. Björgólfur Takefusa átti tvö góð skot að marki áður en Valsmenn tóku öll völd á vellinum. Þá sér í lagi Baldur Aðalsteinsson sem lék varnarmenn KR grátt og átti nokkur góð skot að marki. Eftir eina stórsókn var Guðmundur Benediktsson felldur í teig heimamanna en ekkert var dæmt. Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari KR, hafði ekkert til að brosa fyrir í leikslok. Leikurinn róaðist eftir þetta og jafnræði var á liðunum þó Valsmenn hafi fengið betri færi. Gestirnir voru einfaldlega duglegri að spila boltanum á milli sín og skapa þannig færi á meðan sóknaraðgerðir KR-inga byggðust upp á einstaklingsframtaki og vonlitlum skottilraunum. Björgólfur var einnig áberandi í upphafi síðari hálfleiks en hann fékk afar gott skallafæri strax á 48. mínútu sem hann nýtti illa. Eftir það gerðist fátt markvert, leikurinn einkenndist af mikilli baráttu án þess að leikmenn sköpuðu sér almennilegt færi. Á 67. mínútu brotnaði ísinn loksins eftir vel útfærða hornspyrnu Valsmanna. Boltanum var rennt á Rene Carlsen sem skaut föstu skoti að marki. Baldur Aðalsteinsson breytti svo stefnu boltans og stýrði honum í markið. Baldur var aftur á ferð örskömmu síðar er hann skallaði í mark KR eftir góða aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar. Helgi Sigurðsson gerði svo endanlega út um leikinn á 82. mínútu er hann nýtti sér mistök Gunnlaugs Jónssonar. Hann ætlaði að senda boltann aftur á markvörðinn en Helgi komst inn í lausa sendinguna og lyfti boltanum í markið. Þar með voru úrslit leiksins ráðin og ljóst að Valsmenn halda spennu í toppbaráttunni og KR-ingar sitja sem fastast á botni deildarinnar. "Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, þannig lögðum við hann upp," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir leik. "Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en vantaði grimmd í teiginn og vorum við ákveðnir í að bæta úr því í síðari hálfleik. Það kom, þó seint hefði verið. En ég var annars mjög ánægður með okkar leik. Ég bjóst við að KR-ingar yrðu kraftmeiri og sókndjarfari leiknum. Þeir reyndu það en það gaf okkur vissa möguleika líka." Logi var vitanlega óánægður með frumraun sína með KR í deildinni. Hann skrifaði tapið á einbeitingarleysi sinna manna. "Einbeitingin hefur ekkert með sjálfstraustið að gera. Valsmenn skora úr tveimur föstum leikatriðum sem fer með leikinn fyrir okkur. Liðið stenst illa það mótlæti að fá á sig mark og verðum við að vinna með það." Hann vildi lítið segja um stöðu liðsins í deildinni og þess í stað einbeita sér að næsta leik. "Nú taka við æfingar og svo næsti leikur gegn Víkingi. Nú þurfum við að taka okkur saman í andlitinu og einbeita okkur að honum. En ég viðurkenni það fúslega að staðan er erfið."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira