Norska liðið Viking í Stavangri hefur vakandi auga á Sverri Garðarssyni, leikmanni FH. Egil Østenstad, yfirmaður knattspyrnumála, vildi sem minnst segja um málið við norska fjölmiðla í gær. „Ég veit hver hann er en það er ekki þar með sagt að við höfum áhuga á honum," sagði Østenstad.
Jim Solbakken, umboðsmaður Sverris, segir að fleiri lið í Evrópu hafi verið að fylgjast með Sverri. Hann gat ekki staðfest áhuga Viking en lét hafa eftir sér að framganga Sverris með FH hafi vakið verðskuldaða athygli.