Íslenski boltinn

Höfuðkúpubrotnaði í Danmörku

Höfuðkúpubrotnaði og verður frá næstu vikurnar.
Höfuðkúpubrotnaði og verður frá næstu vikurnar. MYND/daníel

Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson í Keflavík verður ekki með sínum mönnum í kvöld er liðið tekur á móti Breiðabliki í Landsbankadeild karla. Hann höfuðkúpubrotnaði á tveimur stöðum í Evrópuleiknum gegn Midtjylland ytra í síðustu viku. Læknar segja að hann verði frá í um fjórar vikur en hann vonast til að komast fyrr af stað.

„Ég vona að ég geti spilað með grímu, kannski eftir tvær vikur," sagði Hallgrímur við Fréttablaðið.

Hann meiddist snemma í leiknum í Danmörku þegar hann lenti í slæmu samstuði við leikmann Midtjylland. „Ég spilaði þar til mér var skipt út af á 81. mínútu. Þá var ég víst farinn að rugla eitthvað," sagði Hallgrímur í léttum dúr en hann man þó vel eftir leiknum.

Hann var svo sendur í tvígang á sjúkrahús í Danmörku en læknar þar vildu ekki mynda hann og var hann því sendur heim, með vægan heilahristing.

„Um leið og ég kom heim fékk ég niðurstöðuna. Mér líður ágætlega í dag en þarf að taka því rólega og er því mikið innandyra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×