Lífið

Hinsegin dagar hefjast

Dagskrá Hinsegin daga 2007 hefst í dag. Hápunktur hennar verður Gleðigangan næstkomandi laugardag, en hátíðinni lýkur með forsýningu á Hairspray.
Dagskrá Hinsegin daga 2007 hefst í dag. Hápunktur hennar verður Gleðigangan næstkomandi laugardag, en hátíðinni lýkur með forsýningu á Hairspray. MYND/vilhelm

Hinsegin dagar 2007 hefjast með pompi og prakt í dag.

Dagskrá Hinsegin daga er viðamikil í ár, og Gleðigangan, sem er hápunktur hátíðarinnar og fer alla jafna fram á öðrum laugardegi í ágúst, er hápunktur hennar. Hátíðin hefst á því að Hinsegin klúbbur Q-bar opnar á hádegi, en hann verður opinn alla daga hátíðarinnar. Í kvöld halda Didda og Mina rakastan sinua Elvis og Sarah Greenwood tónleika á Domo, og samkynhneigði plötusnúðurinn Qboy þeytir skífum á barnum sem kennir sig við sama bókstaf.

Eiginleg opnunarhátíð Hinsegin daga fer fram í Loftkastalanum annað kvöld. Þar koma fram indverski dansarinn Sunny, sem mun einnig taka þátt í Gleðigöngunni, Magga Stína, sænska stúlknasveitin Pay TV, Jimmy Somerville og Miss Vicky. Gleðigangan leggur af stað frá Hlemmi kl. 14 á laugardag, og henni lýkur í Lækjargötu þar sem fjöldi tónlistarmanna treður upp.

Þar á meðal verða Sarah Greenwood, Friðrik Ómar, Hara-systur og fleiri góðir gestir. Páll Óskar lýkur kvöldinu með dansleik á Nasa, en eiginlegur lokapunktur hátíðarinnar er forsýning á kvikmyndinni Hairspray, sem verður frumsýnd hér á landi 14. september næstkomandi.

Frekari upplýsingar um Hinsegin daga má nálgast á gay­pride.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.