Lífið

Maríjúana er ekki eiturlyf - það er lauf

MYND/Getty
Tortímandinn og ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger viðurkenndi í viðtali í síðasta tölublaði tímaritsins GQ að hafa reykt maríjúana. Ólíkt Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta gekkst hann meira að segja við því að hafa dregið reykinn ofan í lungu.

Fyrr í viðtalinu sagðist hann aldrei hafa tekið eiturlyf. Í Pumping Iron, heimildarmynd frá áttunda áratugnum um vaxtarrækt, sést Schwarzenegger hinsvegar reykja jónu. Þegar blaðamaðurinn spurði hann út í atriðið úr myndinni sagði hann: ,,Það er ekki eiturlyf. Það er lauf. Trúðu mér, eiturlyf mitt á þessum tíma var vaxtarrækin"

Þegar hann var spurður út í reykingar Clintons fyrrverandi bandaríkjaforseta sagði hann: ,,Ég reykti, og ég tók ofan í mig. Þannig var það. Þetta var á áttunda áratugnum, og ég hef ekki gert þetta síðan."

Og ríkisstjórinn sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að stjórnmálamenn tækju eiturlyf. ,,Hlutverk stjórnmálamanns er að gera það sem er best fyrir þjóðina og að bæta þjóðfélagið, efnahaginn og umhverfið. Af hverju ætti mér ekki að vera sama þó stjórnmálamaður taki svefntöflur á hverju kvöldi, ef hann sinnir starfi sínu?" sagði Schwarzenegger.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.