Lífið

Sarkozy sýnir skapið í 60 Minutes

MYND/Getty

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sýndi ekki sínar bestu hliðar í viðtali við Lesley Stahl í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes sem sýndur var vestanhafs í gær.

Viðtalinu, sem var tekið í byrjun mánaðarins, var ætlað að kynna forsetann fyrir Bandaríkjamönnum. Sarkozy þykir vinveittari Bandaríkjunum en flestir samlandar hans, svo mjög að hann er uppnefndur Sarko hinn ameríski heimafyrir.

Viðtalið fór vel fram framanaf, þar sem Sarkozy lýsti yfir aðdáun sinni á öllu frá lýðræðiskerfi Bandaríkjanna til þarlendrar popptónlistar. Þegar Stahl spurði hann hinsvegar um ástand hjónabands hans versnaði málið. Forsetinn ranghvolfdi augunum og kallaði fjölmiðlafulltrúa sinn fávita.

,,Ef ég hefði eitthvað að segja um Ceciliu myndi ég ekki gera það hér" sagði Sarkozy og sagðist ekki hafa tíma fyrir heimskulegt viðtal og neitaði að svara fleiri spurningum.

Tveimur vikum seinna var tilkynnt um skilnað Sarkozy við eiginkonu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.