Lífið

Eddu stuttmyndir sýndar í Regnboganum

Úr Bræðrabyltu Gríms Hákonarsonar.
Úr Bræðrabyltu Gríms Hákonarsonar.

Þrjár stuttmyndir eru tilnefndar til Edduverðlauna í ár. Myndirnar verða allar sýndar í Regnboganum á þriðjudag og fimmtudag klukkan 18.

Myndirnar sem tilnefningu hlutu voru Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson, Skröltormar eftir Hafstein G. Sigurðsson og Anna, eftir Helenu Stefánsdóttur. Myndirnar eru leyfðar öllum aldurshópum.

Bræðrabylta er um tvo samkynhneigða glímumenn. Þeir eru bændur í afskekktri sveit sem eiga í ástarsambandi og fá útrás fyrir ástina gegnum glímuna, að því er segir í tilkynningu.

Skröltormar segir frá Antoni, miðaldra bílasala, sem lætur gamlan draum rætast og kaupir sér kúrekastígvél. Sú ákvörðun reynist hins vegar afdrifaríkari en nokkurn hefði geta grunað.

Anna ætlar að bjóða nágrannanum Adam í kaffi en uppgötvar sér til mikillar skelfingar að hún á engan sykur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.