Lífið

Paris gengur berserksgang í beinagrindarbúningi

Hún er ekki alltaf svona hress.
Hún er ekki alltaf svona hress. MYND/Getty
Starfsmenn hjálpartækjaverslunar í Toronto halda því fram að Paris Hilton hafi gengið berserksgang í búð þeirra í síðustu viku. Á öryggismyndavélum búðarinnar sést kona íklædd hrekkjavökugrímu og beinagrindarbúningi kvarta með látum yfir auglýsingu í glugga verslunarinnar fyrir ,,One Night in Paris", víðfrægt kynlífsmyndband hótelerfingjans.

Í myndbandinu Hilton orgar á starfsmennina að þeim sé hollast að fjarlægja auglýsinguna hið snarasta, annars hringi hún í lögfræðingana sína og lögsæki búðina. ,,Ég meina það, þetta er ógeðslegt. Fjarlægið hinar líka, annars hringi ég í lögguna." segir beinagrindin áður en hún sést rífa plaggötin niður.

Talsmenn erfingjans hafa ekki viljað staðfesta að hún hafi verið að verki, en stúlkan var stödd í Toronto að kynna nýja mynd sína, ,,Repo! The Genetic Opera." Miðað við fyrstu sýnishornin af þeirri mynd er svo ekki ólíklegt að hana langi að rífa niður plaggötin fyrir hana síðarmeir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.