Nú er orðið ljóst að það verða Danir sem mæta Íslendingum í 8-liða úrslitum HM í handbolta á þriðjudag. Danir lögðu Tékka af velli í Mannheim í kvöld þar sem lokatölur urðu 33-29. Þar sem Spánverjar töpuðu fyrir Króötum í dag fara Danir upp í annað sæti millriðils 2 og mæta þar með Íslendingum, sem höfnuðu í þriðja sæti milliriðils 1.
Leikirnir í 8-liða úrslitum HM eru sem hér segir:
Pólland-Rússland
Þýskaland-Spánn
Ísland-Danmörk
Frakkland-Króatía
Leikirnir fara allir fram á þriðjudag.