Lífið

Pete Doherty er byrjaður aftur að sprauta sig

MYND/The Sun
Klukkustundum eftir að Pete lýsti því yfir á MTV verðlaunahátíðinni að hann væri hamingjusamlega laus við eitrið náðist myndskeið af honum þar sem hann sprautar sig með heróníni. Myndskeiðið er birt á heimasíðu Sun dagblaðsins, en það náðist á farsíma síðastliðinn föstudag, nokkrum klukkustundum eftir að Pete kom heim frá hátíðinni í Þýskalandi. Það sýnir Pete þar sem hann krýpur á gólfinu á heimiliu sínu í Wiltshire.

Pete hafði nýlokið við sex vikna eiturlyfjameðferð sem dómari skikkaði hann í. Á MTV hátíðinni hafði hann grínast með það við fréttamann að hann saknaði harðra eiturlyfja. Og í því sem hlýtur að vera versta tímasetning í sögu mannkyns þá kemur á morgun út viðtal við Doherty í NME tímaritinu þar sem hann talar um hve erfitt lífið án dópsins sé.

Doherty á að baki áralanga neyslu eiturlyfja. Hann viðurkenndi fyrst árið 2003 að hann væri háður heróíni, þegar hann var handtekinn fyrir innbrot. Árið 2005 lofaði hann að hætta neyslu þegar hann kynntist ofurfyrirsætunni Kate Moss. Það gekk svo greinilega ekki alveg eftir áætlun, því nokkrum mánuðum síðar birtust frægar myndir af Kate Moss þar sem hún tekur kókaín með honum Pete sínum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.