Innlent

Legnámsaðgerðir algengar hér á landi

Liðþófanám er algengt á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.
Liðþófanám er algengt á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin. MYND/SK

Hlutfallslega flestar legnámsaðgerðir voru framkvæmdar hér á landi árið 2004 borið saman við hin Norðurlöndin samkvæmt samantekt Norræna heilbrigðistölfræðiráðsins. Alls voru 365 slíkar aðgerðir framkvæmdar á Íslandi á hverja 100 þúsund íbúa en næst flestar voru aðgerðirnar í Finnlandi eða 354 talsins.

Samantektin náði til 15 tegunda skurðaðgerða árið 2004 í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð en miðað er við fjölda aðgerða á hverja 100 þúsund íbúa.

Í sex tilvikum er Ísland efst á blaði en það eru aðgerðir vegna liðþófanáms, skjaldkirtilsnáms, botnlangaskurðs, lögun kransæðar í gegnlýsingu, gallblöðrunáms og legnáms.

Í fjórum tilvikum eru aðgerðir hlutfallslega fæstar hér á landi en það eru kransæðaaðgerðir, úrnám brjóstkirtils, brjóstnám og ígræðsla nýra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×