Innlent

Mikil eftirspurn eftir íbúðum á gamla varnarsvæðinu

Kamilla Guðmundsdóttir, leigjandi, gerir fyrsta leigusamninginn við Hrafnhildi Valdimarsdóttur, verkefnisstjóra hjá Keili.
Kamilla Guðmundsdóttir, leigjandi, gerir fyrsta leigusamninginn við Hrafnhildi Valdimarsdóttur, verkefnisstjóra hjá Keili. MYND/Keilir

Umsóknir bárust um allar þær 300 íbúðir sem leigja á út á gamla varnarsvæðinu í fyrsta áfanga. Fyrstu íbúarnir komu í morgun til að undirrita leigusamninga en áætlað er að um 700 manns muni búa á svæðinu frá ágústlokum.

Samkvæmt tilkynningu frá Keili er áætlað að fjölga íbúðum til útleigu um 50 til að bregðast við mikilli ásókn. Flestir íbúar á svæðinu eru nemendur við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þá munu rúmlega 100 nemendur stunda nám sitt á Vellinum við nýja frumgreinadeild Keilis sem hefur starfsemi í haust.

Íbúðir á Vellinum verða til sýnis í dag fyrir væntanlega leigjendur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×