Níundi besti árangur sögunnar hjá Dallas 15. apríl 2007 23:55 Devin Harris átti góðan leik fyrir Dallas gegn San Antoino í einvíginu um Texas í nótt NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971. Dirk Nowitzki og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Dallas í nótt en Tony Parker var stigahæstur gestanna með 23 stig. Tim Duncan var sendur í bað í þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra tæknivillu og þótti dómurinn mjög umdeildur. Flestir reikna með að þessi tvö lið berjist um sigurinn í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni og því var nokkur spenna í loftinu í leiknum í nótt - þó hann hefði í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í deildarkeppninni. Chicago burstaði Washington á útivelli 101-68. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago en Deshawn Stevenson skoraði 13 stig fyrir lánlaust lið Washington. Golden State skaust í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með því að leggja Minnesota 121-108. Jason Richardson skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State en Ricky Davis skoraði 42 stig fyrir Minnesota. Á sama tíma tapaði LA Clippers rándýrum leik fyrir Sacramento á heimavelli og gæti tapið átt eftir að kosta liðið í baráttunni við Golden State um 8. sætið í Vestrinu. Elton Brand skoraði 29 stig, hirti 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Clippers en Francesco Garcia skoraði 19 stig fyrir Sacramento. New Jersey gerði út um vonir Indiana um að komast í úrslitakeppnina með 111-107 útisigri. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Indiana nær ekki í úrslitakeppnina. Jermaine O´Neal skoraði 20 stig fyrir Indiana en Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Philadelphia lagði Detroit 102-91 og Toronto tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildar með 107-105 sigri á New York Knicks. LA Lakers lagði Seattle 109-98 þar sem Kobe Bryant skoraði enn einu sinni 50 stig, en Rashard Lewis setti 24 stig fyrir Seattle. Orlando lagði Boston 88-86 og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Orlando er nú að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í fjögur ár, en sigurinn í nótt var tæpur, því liðið var næstum búið að tapa niður 17 stiga forystu á síðustu sex mínútum leiksins. Það er því ljóst hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, en er enn möguleiki á að liðin hafi sætaskipti. Efsta liðið mætir liðinu í áttunda sæti, annað sæti mætir því sjöunda, þriðja sætið mætir sjötta og svo leika liðin í fjórða og fimmta sæti. Staðan fyrir úrslitakeppnina í Austurdeildinni er þessi í dag. 1. Detroit 2. Chicago 3. Toronto 4. Miami 5. Cleveland 6. Washington 7. New Jersey 8. Orlando. Vesturdeildin: 1. Dallas 2. Phoenix 3. San Antonio 4. Utah 5. Houston 6. Denver 7. LA Lakers 8. Golden State. LA Clippers á enn möguleika á að ná áttunda sætinu í Vestrinu, en aðeins einum leik munar á liðinu og Golden State. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971. Dirk Nowitzki og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Dallas í nótt en Tony Parker var stigahæstur gestanna með 23 stig. Tim Duncan var sendur í bað í þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra tæknivillu og þótti dómurinn mjög umdeildur. Flestir reikna með að þessi tvö lið berjist um sigurinn í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni og því var nokkur spenna í loftinu í leiknum í nótt - þó hann hefði í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í deildarkeppninni. Chicago burstaði Washington á útivelli 101-68. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago en Deshawn Stevenson skoraði 13 stig fyrir lánlaust lið Washington. Golden State skaust í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með því að leggja Minnesota 121-108. Jason Richardson skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State en Ricky Davis skoraði 42 stig fyrir Minnesota. Á sama tíma tapaði LA Clippers rándýrum leik fyrir Sacramento á heimavelli og gæti tapið átt eftir að kosta liðið í baráttunni við Golden State um 8. sætið í Vestrinu. Elton Brand skoraði 29 stig, hirti 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Clippers en Francesco Garcia skoraði 19 stig fyrir Sacramento. New Jersey gerði út um vonir Indiana um að komast í úrslitakeppnina með 111-107 útisigri. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Indiana nær ekki í úrslitakeppnina. Jermaine O´Neal skoraði 20 stig fyrir Indiana en Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Philadelphia lagði Detroit 102-91 og Toronto tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildar með 107-105 sigri á New York Knicks. LA Lakers lagði Seattle 109-98 þar sem Kobe Bryant skoraði enn einu sinni 50 stig, en Rashard Lewis setti 24 stig fyrir Seattle. Orlando lagði Boston 88-86 og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Orlando er nú að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í fjögur ár, en sigurinn í nótt var tæpur, því liðið var næstum búið að tapa niður 17 stiga forystu á síðustu sex mínútum leiksins. Það er því ljóst hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, en er enn möguleiki á að liðin hafi sætaskipti. Efsta liðið mætir liðinu í áttunda sæti, annað sæti mætir því sjöunda, þriðja sætið mætir sjötta og svo leika liðin í fjórða og fimmta sæti. Staðan fyrir úrslitakeppnina í Austurdeildinni er þessi í dag. 1. Detroit 2. Chicago 3. Toronto 4. Miami 5. Cleveland 6. Washington 7. New Jersey 8. Orlando. Vesturdeildin: 1. Dallas 2. Phoenix 3. San Antonio 4. Utah 5. Houston 6. Denver 7. LA Lakers 8. Golden State. LA Clippers á enn möguleika á að ná áttunda sætinu í Vestrinu, en aðeins einum leik munar á liðinu og Golden State.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum