Lífið

Lisa Marie og Elvis í dúett

Lísa var einungis níu ára þegar Elvis Presley faðir hennar lést
Lísa var einungis níu ára þegar Elvis Presley faðir hennar lést MYND/GettyImages

Myndband þar sem Lisa Marie Presley syngur lagið "In the Ghetto" ásamt föður sínum verður birt á heimasíðunni Spinner.com á föstudaginn. Rödd Lísu er bætt við upprunalegu útgáfuna frá 1969.

"Ég hef aldrei grátið þegar ég hef gert eitthvað en ég missti mig gjörsamlega þegar ég heyrði lagið," segir Lísa í viðtali sem tekið var í tengslum við gerð myndbandsins.

"Þetta hljómar frekar raunverulega. Það eru engar bjöllur né flautur. Það eina sem þeir gerðu var að bæta mínum söng við upprunalegu útgáfuna."

Viðtalið í heild sinni verður birt ásamt myndbandinu á föstudag. Gróðinn af laginu verður notaður til að koma á fót húsnæði fyrir heimilislausa í New Orleans en sambærilegt heimili, Presley Place, er í Memphis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.