Lífið

Victoria Beckham bætir á sig

Victoria myndi seint leggja það á sig að fara í fitun
Victoria myndi seint leggja það á sig að fara í fitun MYND/GettyImages

Von er á því að smásmíðin Victoria Beckham sjáist brátt með allnokkur aukakíló á skjánum. Glamúrgellan mun leika sjálfa sig í sjónvarpsþættinum Ugly Betty en í hlutverkinu á hún að hafa bætt á sig nokkrum kílóum.

Áhorfendum mun eflaust bregða í brún og halda að hún hafi lagst í hamborgara- og pönnukökuát en svo er ekki. Í stað þess að leggja svoleiðis ólifnað á sig mun Victoria klæðast "fitubúningi" innan klæða til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru fyrir hlutverkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.