Lífið

Gott að vita af giftingarhringnum í Súðavíkurhöfn

Örvar missti giftingahringinn út í sjó
Örvar missti giftingahringinn út í sjó

Birgitta Birgisdóttir leikkona og Örvar Smárason í Múm giftu sig í Súðavíkurkirkju um helgina. Að athöfn lokinni fór brúðguminn niður í Súðavíkurhöfn að veiða í soðið en ekki vildi betur til en svo að hringurinn sem Birgitta hafði rétt lokið við að koma upp á fingur hans rann af og út í sjó.

Uppi varð fótur og fit og reyndu menn að finna til köfunargræjur handa brúðgumanum. Hann stökk í félagi við aðra út í sjó búinn sundgleraugum og reyndi að kafa á eftir hringnum. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði og hringurinn liggur því á hafsbotni.

Birgitta sem er stödd í brúðkaupsferð ásamt Örvari í Búlagríu segir að þeim þyki atvikið eftirá mjög hlægilegt og að þetta verði góð saga til að segja börnum og barnabörnum. Þau hjónin eiga bæði ættir að rekja til Vestfjarða og þeim þykir í raun mjög vænt um að vita af hringnum þar. Hjónin búa þó svo vel að vinkona þeirra smíðaði hringana og Örvar mun því von bráðar fá nýjan hring til að bera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.