Lífið

Sólóplötur Lennons á iTunes

Nú er hægt að hala niður sextán sólóplötum með John Lennon á iTunes í fyrsta skipti eftir að samningar náðust við Yoko Ono ekkju bítilsins. Plöturnar hafa verið til sölu á öðrum stafrænum miðlum en hafa ekki fyrr fengist hjá Apple. Með samningnum lýkur einnig löngu dómsmáli sem staðið hefur á milli Apple Corps, útgáfufyrirtækis Bítlanna, og Apple Inc. sem er eigandi iTunes. Samningurinn gæti einnig rutt leiðina fyrir Bítlaplötur sem ekki hafa fengist á iTunes .

"John hefði verið mjög ánægður með það að tónlist hans sé nú aðgengileg á formi sem hentar nýrri kynslóð," sagði Ono eftir að samningurinn hafði verið undirritaður.

Steve Jobs, forstjóri Apple, segir að John Lennon sé einn helsti listarmaður sem uppi hafi verið og að hann sé afskaplega ánægður með að sólósafn hans sé nú fáanlegt á iTunes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.