Í dag var tekið í notkun ný skíðalyfta í Tindastóli við Sauðárkrók. Þar var einnig tekið í notkun nýtt snjóframleiðslukerfi. Að sögn Viggó Jónssonar sem hefur veg og vanda af skíðasvæðinu var blankalogn, sólskin og fimm gráðu frost við opnunina.
„Hér er nýfallin mjöll um allt og uppsetning á lyftunni hefur staðið yfir í allt sumar, þetta er gleðidagur hér fyrir norðan."