Knútur er hættur að vera krútt Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 1. júní 2007 12:22 Knútur á góðri stund. MYND/Sean Gallup Knútur er ekki krútt lengur. Ísbjarnarhúnninn frægi, sem brætt hefur hjörtu gesta í Berlínardýragarðinum er að verða fullorðinn. Beittar tennur, sterkbyggður skrokkur og gulur og tjásulegur feldur eru fylgifiskar þess að fullorðnast. Að minnsta kosti ef maður er ísbjörn. Knútur verður sex mánaða í næstu viku og er orðinn heil 28 kíló. Hann er að verða að alvöru ísbirni og gæti fljótlega farið að verða hættulegur umsjónarmanni sínum. Thomas Doerflein hefur annast Knút frá fæðingu og svaf í búri hans fyrstu mánuðina og mataði hann með graut og mjólk. Þeir leika sér enn fyrir gesti dýragarðsins en Doerflein hefur brugðið á það ráð að draga ermina yfir hendurnar þegar þeir eru í þykjustuslag vegna þess hve tennur húnsins eru orðnar beittar. ,,Hann er bara að leika sér og þetta er ekkert sárt, klípur bara aðeins. Það verður bara sárt ef hann verður reiður." sagði Doerflein, sem þegar hefur fengið nokkra marbletti, í samtali við Reuters. Um fimm þúsund manns koma enn að sjá Knút á hverjum degi. Hann er að læra að synda og fer í daglega göngutúra til að byggja upp vöðvamassa. Þá er hann byrjaður að nærast á fiski og kjöti og bætir á sig um 200 grömmum á dag. ,,Hann stækkar og er að læra hlutverk sitt sem einfari" sagði Andre Schuele dýralæknir í dýragarðinum. Knútur verður líklega ekki fullvaxinn fyrr en eftir um fjögur ár. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Knútur er ekki krútt lengur. Ísbjarnarhúnninn frægi, sem brætt hefur hjörtu gesta í Berlínardýragarðinum er að verða fullorðinn. Beittar tennur, sterkbyggður skrokkur og gulur og tjásulegur feldur eru fylgifiskar þess að fullorðnast. Að minnsta kosti ef maður er ísbjörn. Knútur verður sex mánaða í næstu viku og er orðinn heil 28 kíló. Hann er að verða að alvöru ísbirni og gæti fljótlega farið að verða hættulegur umsjónarmanni sínum. Thomas Doerflein hefur annast Knút frá fæðingu og svaf í búri hans fyrstu mánuðina og mataði hann með graut og mjólk. Þeir leika sér enn fyrir gesti dýragarðsins en Doerflein hefur brugðið á það ráð að draga ermina yfir hendurnar þegar þeir eru í þykjustuslag vegna þess hve tennur húnsins eru orðnar beittar. ,,Hann er bara að leika sér og þetta er ekkert sárt, klípur bara aðeins. Það verður bara sárt ef hann verður reiður." sagði Doerflein, sem þegar hefur fengið nokkra marbletti, í samtali við Reuters. Um fimm þúsund manns koma enn að sjá Knút á hverjum degi. Hann er að læra að synda og fer í daglega göngutúra til að byggja upp vöðvamassa. Þá er hann byrjaður að nærast á fiski og kjöti og bætir á sig um 200 grömmum á dag. ,,Hann stækkar og er að læra hlutverk sitt sem einfari" sagði Andre Schuele dýralæknir í dýragarðinum. Knútur verður líklega ekki fullvaxinn fyrr en eftir um fjögur ár.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira