Innlent

Engan sakaði í bílveltu á Álftanesvegi

Betur fór en á horfðist þegar jeppabifreið valt á Álftanesvegi laust fyrir klukkan tvö í dag. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki að sögn lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er bíllinn ónýtur og þurfti kranabifreið til að fjarlægja hann af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×