Innlent

Verktakafyrirtæki sakar Eyþór Arnalds um að fara með rangt mál

MYND/Eol

„Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á sl. föstudagskvöld fór Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg, mikinn. Eyþór fullyrti að "þegar [væri] farið að rífa hús, þó svo að ekki sé komið neitt byggingaleyfi," og vísaði þar til framkvæmda við niðurrif Sláturhússins og Krónuhússins á Selfossi. Þessar staðhæfingar standast ekki nánari skoðun og Eyþór veit betur," segir í tilkynningu frá verktakanum.

„Í október 2006 fékk Miðjan á Selfossi útgefið framkvæmdaleyfi til þess að standa að niðurrifi Sláturhússins á Selfossi. Þá voru Eyþór og félagar við völd og er einkennilegt að Eyþór reki ekki minni til leyfisveitingarinnar. Í apríl 2007 fékk svo Miðjan á Selfossi leyfi til þess að standa að niðurrifi Krónuhússins," segir ennfremur og bætt við að í kjölfarið hafi SR-verktakar verið fengnir til þess að ráðast í verkið. „Öll leyfi voru því svo sannarlega til staðar."

„Í ljósi þess að Eyþór er bæjarfulltrúi í Árborg ættu heimatökin að vera hæg fyrir hann, vilji hann kynna sér staðreyndir málsins. SR-verktakar eru boðnir og búnir til þess að vera Eyþóri innan handar, óski hann eftir frekari upplýsingum um málið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×