Innlent

Kristján segist fara í draumaráðuneytið

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og nýr samgönguráðherra, sagðist eftir að tilkynnt var um hverjir yrðu ráðherrar flokksins að samgönguráðuneytið hefði verið draumaráðuneytið sitt. Hann hefði lengi haft áhuga á samgöngumálum og setið í samgöngunefnd Alþingis síðastliðin tvö kjörtímabil.

Aðspurður sagðist hann vilja vera samgönguráðherra alls landsins, bæði höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar, en oft hefði verið togstreita þarna á milli. Vonaðist hann til að geta skapað sátt í samgöngumálum.

Hann sagði mörg verkefni bíða í samgöngumálum en vildi ekki gefa upp hvað yrði lögð áhersla á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×