,,Ég mun vinna í sumar. Ég verð í nokkra mánuði í Prag, svo fer ég í tveggja mánaða frí, vinn aftur í tvo mánuði og tek mér svo frí í ár." sagði leikkonan í samtali við People tímaritið.
Leikkonan sagði fríið vera til að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hún á fjögur börn með unnusta sínum, Brad Pitt, og hefur lýst því yfir að hana langi í fleiri. Ekki er vitað hvort Pitt mun taka sér frí líka.
Jolie er stödd í Cannes að kynna nýjustu mynd sína, ,,The Mighty Heart". Þar leikur hún Marianne Pearl, eiginkonu Wall Street Journal blaðamannsins Daniel Pearl, sem var myrtur af mannræningjum í Pakistan.