Lífið

Íslensk ástarsaga slær í gegn á netinu

Heiðveig Þráinsdóttir vildi ekkert tjá sig um myndbandið sem hefur gengið ljósum logum á netinu.
Heiðveig Þráinsdóttir vildi ekkert tjá sig um myndbandið sem hefur gengið ljósum logum á netinu.

Stuttmynd Kosta Ríku-búans Estebans Richmon um samband sitt við fyrirsætuna Heiðveigu Þráinsdóttur hefur slegið í gegn á YouTube.com. Tengill á umrætt myndband, Love Story on My Space, hefur gengið manna á milli á netinu við miklar vinsældir.

Tenglasíðan 69.is setti upp tengil á heimasíðu sinni og yfir átta þúsund manns hafa barið myndbandið augum samkvæmt talningu YouTube. Þegar Fréttablaðið náði tali af Heiðveigu í gær baðst hún undan því að tjá sig um málið.

Myndbandið er ákaflega tilfinningaþrungið og þar greinir Esteban frá því hvernig þau kynntust í gegnum My Space. Fljótlega hafi þau farið að ræða málin á msn og loks hafi Heiðveig komið í heimsókn til hans í Suður-Ameríku. En þegar fyrirsætan var komin aftur heim hafi hins vegar slitnað upp úr sambandinu. Esteban er ekki sáttur við þær lyktir mála og bjó hann myndbandið til án samþykkis Heiðveigar.

Þegar farið er inn á heimasíðu Kosta Ríku-búans á My Space má augljóslega sjá að hann hefur kolfallið fyrir Heiðveigu því hana prýðir mikill fjöldi mynda af henni og þeim tveim saman. „Ég trúði því ekki að svona stelpur væru til,“ skrifar Esteban. „En vegir ástarinnar eru órannsakanlegir og þetta litla ævintýri sannar það,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.