Lífið

Allt í flækju í máli Phil Spector

Enn eykst óvissan í réttarhöldunum yfir tónlistarframleiðandinn Phil Spector, en honum er gefið að sök að hafa myrt leikkonuna Lönu Clarkson. Phil hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu.

Móðir leikkonunnar látnu bar vitni í málinu á dögunum. Samkvæmt framburði hennar var Lana í óðaönn að undirbúa næsta verkefni sitt þegar hún lést, og keypti sér meira að segja sjö pör af skóm til verksins sinn síðasta dag. Þetta gæti grafið undan fullyrðingum Phil og verjenda hans um að Lana hafi þjást af miklu þunglyndi undir sitt síðasta vegna verkefnaleysis og því framið sjálfsvíg.

Lana fannst látin af skotsári á heimili Spector árið 2003.

 


Tengdar fréttir

Spector saklaus?

Allt er komið á hvolf í þrálátum réttarhöldum yfir tónlistarframleiðandanum Phil Spector, sem er sakaður um morð á leikkonunni Lönu Clarkson. Réttarlæknir sem bar vitni í réttarhöldunum á dögunum heldur því fram að líklega hefði leikkonan framið sjálfsmorð og Spector hvergi komið þar nærri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.