Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp 14. ágúst 2007 17:10 Öllum starfsmönnum Ratstjárstofnunar, 46 talsins, verður sagt upp frá og með morgundeginum. Samráð er þegar hafið við starfsmennina á grundvelli laga um hópuppsagnir. Gera má ráð fyrir að uppsagnarfrestur renni út í lok mars 2008 enda verður öllum starfsmönnum gefinn kostur á sex mánaða uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu. „Íslensk stjórnvöld munu hinn 15. ágúst næstkomandi taka að fullu yfir rekstur og verkefni Ratsjárstofnunar frá Bandaríkjamönnum en stofnunin hefur hingað til verið rekin á grundvelli bandarískra reglna og starfsemin að fullu kostuð af bandarískum yfirvöldum. Á þessum tímamótum er mikilvægt að yfirtakan raski ekki núverandi starfsemi sem lýtur bæði að öryggis- og varnarmálum og að leitað verði leiða til að auka hagræðingu í rekstri starfseminnar og draga úr kostnaði ríkissjóðs. Á leiðtogafundi NATO í Riga í nóvember 2006 óskaði forsætisráðherra eftir því að NATO tæki að sér eftirlit með íslenskri lofthelgi. Niðurstaða hermálanefndar bandalagsins 2. júlí og fastaráðsins 26. júlí var að vegna varnarþarfa yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnakerfisins og samræmingar þess við evrópska loftvarnarkerfið. Þetta er forsenda þess að hingað til lands komi flugsveitir til tímabundins eftirlits og æfinga a.m.k. fjórum sinnum á ári," segir í tilkynningunni. Búist er við að margir starfsmenn Ratsjárstofnunar verði endurráðnir að endurskipulagningu lokinni. Þó gerir utanríkisráðuneytið ráð fyrir að horft verði til flutnings starfa frá Reykjavík. Einnig er búist við að hluti ljósleiðaranets loftvarnarkerfisins verði nýttur til borgaralegra gagnaflutninga. Ráðuneytið segir að aðilar á markaði hafi lýst áhuga á að fá aðgang að ljósleiðurunum og starfshópurinn sé því að kanna hvernig, að höfðu samráði við NATO, megi flýta því að almenningur fái aðgang að netinu. Breytingin gæti leitt til þess að gagnaflutningagetan innanlands aukist um allt að 60%. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Öllum starfsmönnum Ratstjárstofnunar, 46 talsins, verður sagt upp frá og með morgundeginum. Samráð er þegar hafið við starfsmennina á grundvelli laga um hópuppsagnir. Gera má ráð fyrir að uppsagnarfrestur renni út í lok mars 2008 enda verður öllum starfsmönnum gefinn kostur á sex mánaða uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu. „Íslensk stjórnvöld munu hinn 15. ágúst næstkomandi taka að fullu yfir rekstur og verkefni Ratsjárstofnunar frá Bandaríkjamönnum en stofnunin hefur hingað til verið rekin á grundvelli bandarískra reglna og starfsemin að fullu kostuð af bandarískum yfirvöldum. Á þessum tímamótum er mikilvægt að yfirtakan raski ekki núverandi starfsemi sem lýtur bæði að öryggis- og varnarmálum og að leitað verði leiða til að auka hagræðingu í rekstri starfseminnar og draga úr kostnaði ríkissjóðs. Á leiðtogafundi NATO í Riga í nóvember 2006 óskaði forsætisráðherra eftir því að NATO tæki að sér eftirlit með íslenskri lofthelgi. Niðurstaða hermálanefndar bandalagsins 2. júlí og fastaráðsins 26. júlí var að vegna varnarþarfa yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnakerfisins og samræmingar þess við evrópska loftvarnarkerfið. Þetta er forsenda þess að hingað til lands komi flugsveitir til tímabundins eftirlits og æfinga a.m.k. fjórum sinnum á ári," segir í tilkynningunni. Búist er við að margir starfsmenn Ratsjárstofnunar verði endurráðnir að endurskipulagningu lokinni. Þó gerir utanríkisráðuneytið ráð fyrir að horft verði til flutnings starfa frá Reykjavík. Einnig er búist við að hluti ljósleiðaranets loftvarnarkerfisins verði nýttur til borgaralegra gagnaflutninga. Ráðuneytið segir að aðilar á markaði hafi lýst áhuga á að fá aðgang að ljósleiðurunum og starfshópurinn sé því að kanna hvernig, að höfðu samráði við NATO, megi flýta því að almenningur fái aðgang að netinu. Breytingin gæti leitt til þess að gagnaflutningagetan innanlands aukist um allt að 60%.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira