Lífið

Jennifer Aniston leikstýrir

MYND/GettyImages

Aðdáendur leikkonunnar Jennifer Aniston geta brátt séð afraksturinn af frumraun hennar í kvikmyndaleikstjórn en hún hefur leikstýrt rómantískri stuttmynd sem heitir Room 10. Myndin verður sýnd á stuttmyndahátíðinni Palm Springs Festival of Short Film festival, ásamt 350 öðrum myndum, en hún verður haldin í Californiu í lok þessa mánaðar.

Room 10 gerist á bráðamóttöku sjúkrahúss og er byggð á sannri sögu um hjúkrunarkonu sem kemst að æðri tilgangi lífsins eftir að hafa hjúkrað deyjandi sjúklingi. Aðalleikarar myndarinnar eru þau Robin Wright Penn og Kris Kristofferson.

Aniston leikstýrði myndinni í félagi við vinkonu sína Andreu Buchanan sem einnig samdi handritið. Þær stöllur fengu nýlega verðlaun fyrir myndina á Cinevegas Film Festival í Las Vegas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.