Lífið

Umbreytt Britney í nýrri auglýsingu

Britney Spears lítur einstaklega vel út í nýrri auglýsingu fyrir ilm sinn.
Britney Spears lítur einstaklega vel út í nýrri auglýsingu fyrir ilm sinn.

Söngkonan Britney Spears þykir líta frábærlega út í nýrri auglýsingu fyrir ilmvatn sitt, Believe. Útlit Britneyjar er í algjörri andstæðu við þá ímynd sem hún hefur skapað sér með framkomu sinni síðustu misseri, þar sem hún er vön að koma fram á opinberum vettvangi í vafasömum klæðnaði, ómáluð og jafnvel með tætt hárið. Í nýju auglýsingunni virðist Britney í frábæru formi, með stæltan og stinnan kropp, auk þess sem ljósu lokkarnir fá að njóta sín á ný. Britney þykir svo flott í auglýsingunni að stjórnendur ilmvörufyrirtækisins Elizabeth Arden, sem framleiðir ilminn, sáu sig tilneydda að senda út tilkynningu þar sem sérstaklega var tekið fram að myndin væri ekki tölvugerð og sá líkami sem sæist væri virkilega líkami söngkonunnar.

Álitsgjafar og aðrir sérfræðingar ytra taka ekki endilega mark á slíkum yfirlýsingum og velta fyrir sér hvar húðflúrin sem hún ber í dag séu á myndinni. Auk þess er magi hennar sléttur og stæltur og sýnir engin merki um að hafa gengið í gegnum tvær meðgöngur á nokkrum árum. Eru meðal annars uppi samsæriskenningar um að myndin sé í raun nokkurra ára gömul, svo ungleg sé hún á henni. Hins vegar eru allir sérfræðingarnir einnig sammála um að auglýsingin, sé hún í raun og veru ófölsuð, marki endurkomu hinnar „gömlu og góðu" Britneyjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.