Ekki færri viljað ESB síðan 2003 24. janúar 2007 06:30 Skoðanakönnun Eftir mikla evruumræðu hér á landi, segjast einungis 37,1 prósent þeirra, sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, vilja að evra sé tekin upp sem gjaldmiðill hér á landi en 62,9 prósent eru því hins vegar mótfallin. Nokkur munur er á afstöðu eftir kyni og búsetu. Þannig eru karlmenn frekar því fylgjandi en konur að tekin sé upp evra. 40,4 prósent karla eru því fylgjandi og 59,6 prósent mótfallin. En 33,6 prósent kvenna eru fylgjandi hugmyndinni að taka upp evru á Íslandi en 66,4 prósent mótfallin. Þá eru 67,3 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins mótfallnir hugmyndinni að taka upp evru og 32,7 prósent fylgjandi. 59,9 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru því hins vegar mótfallnir, en 40,1 prósent fylgjandi. Þá hefur andstaða við að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu ekki verið meiri síðan í könnun Gallup frá því í apríl 2003. Einungis 36,0 prósent segjast vilja að sótt sé um aðild, en 64,0 prósent eru því mótfallin. Síðast þegar spurt var um afstöðu til aðildarumsóknar í könnun Fréttablaðsins, 19. febrúar á síðasta ári, voru 55,2 prósent mófallin aðildarumsókn, en 44,8 prósent fylgjandi. Stuðningur við aðildarumsókn hefur því dregist saman um tæplega níu prósentustig frá því í febrúar á síðasta ári. Mest hefur andstaða aukist meðal íbúa utan höfuðborgarsvæðisins, eða um 15,4 prósentustig. Nú eru 68,0 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins því mótfallin að sótt sé um aðild að Evrópusambandinu, en 32,0 prósent eru því fylgjandi. Á höfuðborgarsvæðinu eru hins vegar 61,2 prósent mótfallin aðildarumsókn og hefur andstaðan aukist um 4,2 prósentustig á þessu liðna ári frá síðustu könnun blaðsins. 38,7 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins vilja hins vegar að sótt sé um og er stuðningurinn við umsókn ekki meiri en þar. Litlu munar nú á afstöðu til aðildarumsóknar á milli karla og kvenna, en fleiri konur eru nú andsnúnar aðildarumsókn en fyrir ári. 63,2 prósent kvenna vilja ekki að sótt sé um aðild að Evrópusambandinu nú, en það voru 52,8 prósent kvenna í síðustu könnun blaðsins. 36,8 prósent kvenna vilja hins vegar að sótt sé um. 64,7 prósent karla eru mótfallin aðildarumsókn og hefur þeim fjölgað um 7,3 prósentustig frá því í síðustu könnun. 35,3 prósent karla eru nú því fylgjandi að sótt sé um aðild að Evrópusambandinu. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Skoðanakönnun Eftir mikla evruumræðu hér á landi, segjast einungis 37,1 prósent þeirra, sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, vilja að evra sé tekin upp sem gjaldmiðill hér á landi en 62,9 prósent eru því hins vegar mótfallin. Nokkur munur er á afstöðu eftir kyni og búsetu. Þannig eru karlmenn frekar því fylgjandi en konur að tekin sé upp evra. 40,4 prósent karla eru því fylgjandi og 59,6 prósent mótfallin. En 33,6 prósent kvenna eru fylgjandi hugmyndinni að taka upp evru á Íslandi en 66,4 prósent mótfallin. Þá eru 67,3 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins mótfallnir hugmyndinni að taka upp evru og 32,7 prósent fylgjandi. 59,9 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru því hins vegar mótfallnir, en 40,1 prósent fylgjandi. Þá hefur andstaða við að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu ekki verið meiri síðan í könnun Gallup frá því í apríl 2003. Einungis 36,0 prósent segjast vilja að sótt sé um aðild, en 64,0 prósent eru því mótfallin. Síðast þegar spurt var um afstöðu til aðildarumsóknar í könnun Fréttablaðsins, 19. febrúar á síðasta ári, voru 55,2 prósent mófallin aðildarumsókn, en 44,8 prósent fylgjandi. Stuðningur við aðildarumsókn hefur því dregist saman um tæplega níu prósentustig frá því í febrúar á síðasta ári. Mest hefur andstaða aukist meðal íbúa utan höfuðborgarsvæðisins, eða um 15,4 prósentustig. Nú eru 68,0 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins því mótfallin að sótt sé um aðild að Evrópusambandinu, en 32,0 prósent eru því fylgjandi. Á höfuðborgarsvæðinu eru hins vegar 61,2 prósent mótfallin aðildarumsókn og hefur andstaðan aukist um 4,2 prósentustig á þessu liðna ári frá síðustu könnun blaðsins. 38,7 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins vilja hins vegar að sótt sé um og er stuðningurinn við umsókn ekki meiri en þar. Litlu munar nú á afstöðu til aðildarumsóknar á milli karla og kvenna, en fleiri konur eru nú andsnúnar aðildarumsókn en fyrir ári. 63,2 prósent kvenna vilja ekki að sótt sé um aðild að Evrópusambandinu nú, en það voru 52,8 prósent kvenna í síðustu könnun blaðsins. 36,8 prósent kvenna vilja hins vegar að sótt sé um. 64,7 prósent karla eru mótfallin aðildarumsókn og hefur þeim fjölgað um 7,3 prósentustig frá því í síðustu könnun. 35,3 prósent karla eru nú því fylgjandi að sótt sé um aðild að Evrópusambandinu.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira