Lífið

Harry segir Díönu hafa verið bestu mömmu í heimi

Harry og William við minningarathöfnina í dag
Harry og William við minningarathöfnina í dag MYND/AP

Harry prins hélt ræðu í minningarathöfn um Díönu móður sína sem fram fór í Guards Chapel í Lunúnum í dag. Hann sagði hana einfaldlega hafa verið bestu mömmu í heimi.

Í ræðunni þar sem hann rifjar upp minningar sínar og bróður síns Williams segir hann móður þeirra hafa verið góðhjartaða, elskulega, jarðbundna og algörlega einstaka. Hann vonar að hennar verði minnst þannig.



Strákarnir ásamt föður sínumMYND/AP

Ræða hans snerti marga sem í athöfninni voru og felldu ófáir tár. Að ræðunni lokinni stóðu gestir upp og klöppuðu. Harry sagði þá bræður hugsa um móður sína á hverjum degi. "Hún gerði okkur og svo marga aðra hamingjusama. Hún var verndari okkar og vinur."

Feðgarnir í athöfninni í dagMYND/AP
.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, var viðstaddur athöfninaMYND/AP
.
Elton John var í athöfninni en hann söng lag tileinkað Díönu þegar hún var jörðuðMYND/AP
.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.