Lífið

Dramatísk augnablik kistubera Díönu

MYND/Getty
Hermennirnir sem báru kistu Díönu prinsessu til grafar fyrir tíu árum þjálfuðu sig í marga daga til fyrir verkið. Kista Díönu var húðuð blýi að innan og því níðþung.

Mennirnir átta voru sérvaldir til verksins. Í tvo daga æfðu þeir sig að ganga með kistu fyllta af sandpokum um þrjátíu metra leið yfir trébrú út á eyju í stöðuvatni á jörð fjölskyldu prinsessunnar í Althorp þar sem hún var jörðuð.

Mönnunum var harðbannað að segja nokkrum manni frá verkefninu. Því þóttust þeir vera ruðningslilð á hótelinu sem þeir dvöldu á nóttina fyrir jarðarförina.

Einn burðarmannanna, Nigel Enright, segir í viðtali við Sun dagblaðið að þegar kom að því að draga kistu Díönu út úr líkbílnum hafi mennirnir verið orðnir aumir í öxlunum af æfingunum. Engan þeirra hafi þó órað fyrir því hve þung kistan var.

Enright sagði að hann hefði fyrst fundið fyrir tilfinningaþrunga augnabliksins þegar hann sá krans með sem ekkert stóð á annað en ,,Mamma". Kransinn var frá sonum Díönu, Vilhjálmi og Harry, sem þá voru 15 og 12 ára gamlir.

Burðarmönnunum hafði verið sagt að þeim væri óhætt að gráta, því þetta væri tilfinningaþrungin stund fyrir þá alla. ,,Ég gat ekki komist hjá því að sjá andlit prinsanna og Karls. Það var ógleymanleg sjón. Þetta var mesti og sorglegasti heiður sem mér hefur hlotnast um ævina. sagði Enright.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.