Lífið

Federline vill að Spears borgi lögfræðikostnað

Deilan harðnar
Deilan harðnar MYND/AP

Lögfræðingur Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns Britney Spears, hefur farið fram á það fyrir hönd Federline að Spears borgi lögfræðikostnað hans í skilnaðarmáli sem lauk í júlí á þessu ári.

Mark Vincent Kaplan segir að skjólstæðingur hans hafi engar öruggar tekjur en að mikil fjárútlát hafi fylgt skilnaðinum. Samkvæmt skjölum sem lögð voru fram í Los Angeles þá er Spears með um 737.000 Bandaríkjadali í laun á mánuði. Federline fer fram á að Spears greiði lögfræðingum hans 50.000 Bandaríkjadali eða um þrjár milljónir íslenskra króna. Lögfræðingar Spears hafa ekki svarað kröfunni.

Frá því að skilnaðinum lauk hafa Spears og Federline deilt um forræðið yfir þeim Sean Preston og Jayden James. Sem stendur deila þau forræðinu jafnt á milli sín en Federline hefur farið fram á fullt forræði þar sem hann telur drengjunum hætta búin hjá móður sinni. Réttarhöldin áttu að hefjast 17. september næstkomandi en lögfræðingar Spears hafa óskað eftir því að þeim verði frestað fram í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.