Lífið

Kidman í tárum af ótta við eltingaleik ljósmyndara

Kidman yfirgefur Hæstarétt í Sydney þar sem hún bar vitni í ærumeiðingamáli í gær.
Kidman yfirgefur Hæstarétt í Sydney þar sem hún bar vitni í ærumeiðingamáli í gær. MYND/AFP

Nicole Kidman kom fram sem vitni við réttarhöld í Sydney í gær þar sem hún lýsti því að vera hundelt af papparazzi ljósmyndara þar sem hún var á leið í matarboð fyrir tveimur árum. Hún segist hafa tárast af ótta við að lenda í bílslysi í eltingarleiknum.

Nicole virtist róleg og yfirveguð þegar hún svaraði spurningum í ærumeiðingamáli ljósmyndarans gegn dagblaði í Sydney sem gagnrýndi hann harkalega fyrir að hundelta kvikmyndastjörnuna.

Kidman sagðist hafa verið „mjög, mjög hrædd" þar sem hún keyrði í matarboð til foreldra sinna. Hún hafi verið miður sín og grátandi þegar hún komst á áfangastað.

Kidman beygði sig fram í vitnastúkunni til að sýna hvernig hún hafi reynt að beygja sig niður til að forðast að ljósmyndarinn Jamie Fawcett og aðstoðarmaður hans, sæju hana.

„Þetta hefur gerst svo oft með þennan ákveðna mann, ... svo oft," sagði Kidman og bætti við að nú hefði hún starfsfólk til að vernda sig.

Fawcett kærði dagblaðið Sun-Herald fyrir ærumeiðandi ummæli í grein þar sem kom fram að hann væri hataðasti lausamennskuljósmyndari í Sydney. Hann væri ákveðinn í að umturna einkalífi Kidman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.