Lífið

Upphitunartónleikar fyrir Iceland Airwaves á NASA

Rúmlega tvö hundruð flytjendur koma fram á hátíðinni í ár
Rúmlega tvö hundruð flytjendur koma fram á hátíðinni í ár

Dagskrárbæklingur Iceland Airwaves kemur út á föstudag og af því tilefni verða haldnir upphitunartónleika föstudaginn 5. október á skemmtistaðnum NASA. Hljómsveitirnar Motion Boys, Jan Mayen, Ultra Mega Technobandið Stefán, Bloodgroup og Foreign Monkeys troða upp og opnar húsið 23:00. Tónleikarnir hefjast hálftíma síðar og er miðaverð 500 kr. Þeir sem framvísa Airwaves armbandi fá frían aðgang.

Dagskrárbæklingur Iceland Airwaves kemur út í 12.000 eintökum og er dreift vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið.

Auk þess er dagskrá Airwaves birt á vefsíðu hátíðarinnar http://www.icelandairwaves.com og má þar finna allar upplýsingar um þá rúmlega tvö hundruð flytjendur sem koma fram. Hátíðin hefst svo formlega 17. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.