Lífið

Gögnum stolið frá framleiðendum Indiana Jones

Þetta er annað áfallið sem Spielberg verður fyrir á skömmum tíma
Þetta er annað áfallið sem Spielberg verður fyrir á skömmum tíma MYND/Getty

Tölvubúnaði og myndum, sem tengjast framleiðslu nýjustu myndarinnar um Indiana Jones í leikstjórn Stevens Spielberg, hefur verið stolið. The Los Angeles Times greinir frá því í dag að forsvarsmenn DreamWorks Pictures hafi falið lögreglu að rannsaka málið.

Martin Levy, talsmaður Spielbergs, segir menn hafa áhyggjur af því að þjófarnir muni reyna að selja efnið sem þeir komust yfir. „Við viljum vara fólk við því að allt efni úr myndinni sem kann að vera í boði er tekið ófrjálsri hendi." Hann sagði þjófnaðinn hafa átt sér stað nýlega en gaf ekki upp nákvæma tímasetningu.

Myndin er sú fjórða í röðinni um ævintýramanninn Indiana Jones og ber nafnið Kingdom of the Crystal Skull. Myndin verður frumsýnd næsta sumar, 19 árum eftir að síðasta myndin kom út.

Harrison Ford snýr aftur sem Indiana Jones í félagi við Shia LaBeouf og Cate Blanchett.

Þetta er ekki eina áfallið sem framleiðendur myndarinnar hafa orðið fyrir en Spielberg mun vera æfur út í leikarann Tyler Nelson sem kjaftaði frá söguþræði myndarinnar í nýlegu viðtali. Hann er nú sagður íhuga að klippa öll atriði með Nelson út úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.