Neyðarástand í Kaliforníu 23. október 2007 04:00 Sigfríður Björnsdóttir Gífurlegir skógar-eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. Tæplega 405 ferkílómetrar landsvæðis hafa brunnið í skógareldunum í San Diego-sýslu og þurftu 250.000 manns að yfirgefa heimili sín í gær. „Það eru fleiri hús að brenna en við höfum mannskap og búnað til að geta bjargað," sagði slökkviliðsstjórinn í San Diego, Lisa Blake. „Margir eiga eftir að tapa heimilum sínum í dag." Talsvert var um að slökkviliðsmenn ættu í vandræðum með að berjast við elda þar sem þeir voru uppteknir við að bjarga fólki sem hafði neitað að yfirgefa heimili sín, að sögn Bill Metcalf, yfirmanns eldvarna í norðurhluta San Diego-sýslu. „Þetta fólk vildi bara ekki fara eða brást of seint við. Og þeir sem taka slíkar ákvarðanir eru í raun að hamla slökkviaðgerðum." Skógareldarnir berast hratt yfir vegna mikilla vinda, auk þess sem jarðvegur er afar þurr eftir methita í sumar. „Vindurinn er óvinur númer eitt núna," sagði Scwharzenegger á blaðamannafundi í gær. Veðurfræðingar spáðu áframhaldandi hvassviðri á svæðinu í dag. Joel og Jóna Kristbjörg Valdez búa ásamt þremur börnum á hættusvæði í San Diego og voru á förum þegar Fréttablaðið hafði samband í gærdag. „Við fengum að vita fyrir um tíu mínútum að við þyrftum að rýma húsið okkar. Börnin eru komin út í bíl og við erum núna að safna saman því nauðsynlegasta.," sagði Joel þegar fjölskyldan lagði af stað í gærmorgun í átt að Los Angeles. „Búist er við að eldurinn nái að ströndinni. San Diego sjálf virðist ekki vera í hættu en ef eldurinn nær að brjótast út í nágrenninu kemst hún líka í hættu," segir Stefán Karl Stefánsson leikari, sem búsettur er nærri hættusvæðunum í San Diego. „Skógareldarnir hafa gríðarleg áhrif á allt líf í Kaliforníu. Verslunum er lokað, hundruð þúsunda manna eru á flótta og San Diego er umkringd eldum sem eru stjórnlausir. Ein íslensk fjölskylda er byrjuð að pakka að ég veit, en við erum ekki í hættu enn um sinn." Engar flugvélar komust á loft vegna vindanna og búist var við að herinn yrði kallaður út um eftirmiðdaginn. Sigfríður Björnsdóttir býr með fjölskyldu sinni í La Jolla í aðeins um fimmtán mínútna fjarlægð frá þeim svæðum sem rýmd hafa verið. „Okkur er ráðlagt að fylgjast vel með fjölmiðlum, sem fjalla stöðugt um eldana. Ég svaf því lítið í nótt. Það hefur verið mikill reykur og mikil aska í loftinu undanfarið." Sigfríður segir yfirvöld hafa tilkynnt að eldarnir muni versna og verði að öllum líkindum verri en Cedar-eldarnir sem geisuðu á sama svæði árið 2003, þar sem 1.134 ferkílómetra svæði og 2.232 heimili urðu eldinum að bráð. Í nágrenni Malibu geisa einnig eldar en að sögn Sigurjóns Sighvatssonar, ræðismanns Íslands í Los Angeles, er talið að aðeins einn Íslendingur búi á því svæði. Ekki náðist í hann um hádegisbil að Kyrrahafstíma í gær, en símasamband liggur víða niðri á svæðinu. - eb / - sdg Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Gífurlegir skógar-eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. Tæplega 405 ferkílómetrar landsvæðis hafa brunnið í skógareldunum í San Diego-sýslu og þurftu 250.000 manns að yfirgefa heimili sín í gær. „Það eru fleiri hús að brenna en við höfum mannskap og búnað til að geta bjargað," sagði slökkviliðsstjórinn í San Diego, Lisa Blake. „Margir eiga eftir að tapa heimilum sínum í dag." Talsvert var um að slökkviliðsmenn ættu í vandræðum með að berjast við elda þar sem þeir voru uppteknir við að bjarga fólki sem hafði neitað að yfirgefa heimili sín, að sögn Bill Metcalf, yfirmanns eldvarna í norðurhluta San Diego-sýslu. „Þetta fólk vildi bara ekki fara eða brást of seint við. Og þeir sem taka slíkar ákvarðanir eru í raun að hamla slökkviaðgerðum." Skógareldarnir berast hratt yfir vegna mikilla vinda, auk þess sem jarðvegur er afar þurr eftir methita í sumar. „Vindurinn er óvinur númer eitt núna," sagði Scwharzenegger á blaðamannafundi í gær. Veðurfræðingar spáðu áframhaldandi hvassviðri á svæðinu í dag. Joel og Jóna Kristbjörg Valdez búa ásamt þremur börnum á hættusvæði í San Diego og voru á förum þegar Fréttablaðið hafði samband í gærdag. „Við fengum að vita fyrir um tíu mínútum að við þyrftum að rýma húsið okkar. Börnin eru komin út í bíl og við erum núna að safna saman því nauðsynlegasta.," sagði Joel þegar fjölskyldan lagði af stað í gærmorgun í átt að Los Angeles. „Búist er við að eldurinn nái að ströndinni. San Diego sjálf virðist ekki vera í hættu en ef eldurinn nær að brjótast út í nágrenninu kemst hún líka í hættu," segir Stefán Karl Stefánsson leikari, sem búsettur er nærri hættusvæðunum í San Diego. „Skógareldarnir hafa gríðarleg áhrif á allt líf í Kaliforníu. Verslunum er lokað, hundruð þúsunda manna eru á flótta og San Diego er umkringd eldum sem eru stjórnlausir. Ein íslensk fjölskylda er byrjuð að pakka að ég veit, en við erum ekki í hættu enn um sinn." Engar flugvélar komust á loft vegna vindanna og búist var við að herinn yrði kallaður út um eftirmiðdaginn. Sigfríður Björnsdóttir býr með fjölskyldu sinni í La Jolla í aðeins um fimmtán mínútna fjarlægð frá þeim svæðum sem rýmd hafa verið. „Okkur er ráðlagt að fylgjast vel með fjölmiðlum, sem fjalla stöðugt um eldana. Ég svaf því lítið í nótt. Það hefur verið mikill reykur og mikil aska í loftinu undanfarið." Sigfríður segir yfirvöld hafa tilkynnt að eldarnir muni versna og verði að öllum líkindum verri en Cedar-eldarnir sem geisuðu á sama svæði árið 2003, þar sem 1.134 ferkílómetra svæði og 2.232 heimili urðu eldinum að bráð. Í nágrenni Malibu geisa einnig eldar en að sögn Sigurjóns Sighvatssonar, ræðismanns Íslands í Los Angeles, er talið að aðeins einn Íslendingur búi á því svæði. Ekki náðist í hann um hádegisbil að Kyrrahafstíma í gær, en símasamband liggur víða niðri á svæðinu. - eb / - sdg
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira