Lífið

Scarlett elskar að vinna með Hebu Þórisdóttur

Heba Þórisdóttir mun sjá um að farða Scarlett Johannsson í næstu tveimur myndum. Heba var nýverið valin besti förðunarsérfræðingurinn í Hollywood.
Heba Þórisdóttir mun sjá um að farða Scarlett Johannsson í næstu tveimur myndum. Heba var nýverið valin besti förðunarsérfræðingurinn í Hollywood.

„Ég má ekkert tjá mig um þessar tvær myndir og er bundin algjörum trúnaði við framleiðendur hennar,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunarsérfræðingur í Hollywood, en hún mun sjá um förðun bandarísku stórleikkonunnar Scarlett Johansson í næstu tveimur myndum hennar.

He‘s just not that into You og The Spirit verða því sjötta og sjöunda myndin sem Heba sér algjörlega um förðun Scarlett en saman hðfðu þær unnið að myndum á borð við The Island, The Prestige og The Other Boeylyn Girl. Sú síðastnefnda er reyndar mikið búninga-og förðunardrama og reyndi því töluvert á hæfileika Hebu en meðal annarra leikara í myndinni eru Eric Bana og Natalie Portman. Í viðtali sem Fréttablaðið átti við Hebu fyrir einu og hálfu ári kom fram að þegar hún og Scarlett hittust fyrst við gerð The Island hafi farið svo vel á með þeim að Scarlett vildi helst enga aðra en Hebu fyrir myndir sínar. Og það hefur nú komið á daginn.

Heba verður ekki síður umkringd stjörnum við næstu tvær kvikmyndir en meðal leikara í He‘s Just not That Into You eru Vina-leikkonan Jennifer Aniston, Jennifer Connelly og Ben Affleck. Stórstjörnuflotinn er engu minni í The Spirit en þar koma við sögu leikarar á borð við Evu Mendez og Samuel L. Jackson en leikstjóri þeirra myndar er Frank Miller, hugmyndasmiðurinn á bakvið Sin City. Og förðunarfræðingurinn viðurkennir að það sé óneitanlega gott að vera komið í svona náið samstarf við Scarlett sem er ein eftirsóttasta leikkona heims um þessar mundir. „Já, því er ekki hægt að neita,“ segir Heba sem hefur einnig unnið náið með Cate Blanchett.

Förðunarsérfræðingar vinna náið með leikurunum og í raun má segja að stjörnurnar leggi allt sitt traust á þá að þeir komi sem best út fyrir framan tökuvélarnar. Og svo vel þykir Hebu hafa tekist upp með Scarlett og Cate að tímaritið WWD-Beatuy, sem er eitt virtasta tískutímariti Bandaríkjanna, valdi Hebu besta förðunarsérfræðinginn í Hollywood, fáum tækist að koma fegurð leikkvenanna jafn vel til skila á hvíta tjaldið og Hebu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.