Lífið

Til heiðurs Jónasi Svafár

Samsláttur listgreina Teikning eftir Jónas Svafár.
Samsláttur listgreina Teikning eftir Jónas Svafár.
Dagskrá til heiðurs Jónasi Svafár, skáldi og myndlistarmanni, sem lést árið 2004, verður haldin á fimmtudagskvöld kl. 20 í sal Reykjavíkurakademíunnar, Hringbraut 121. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Á samkomunni flytur Benedikt Hjartarson erindi um Jónas og lesin verða ljóð eftir hann. Einnig mun hópur myndlistarmanna og rithöfunda flytja eftir sig verk, og er það hugsað sem nokkurs konar framhald eða ítrekun á þeim sam­slætti listgreina sem Jónas stundaði í verkum sínum.

Í bókum sínum birti Jónas bæði ljóð og myndir en þó án þess að annar þátturinn væri í þjónustu hins, eins og oft vill verða um myndskreytingar bóka, heldur ríkir þar markviss heildarhugsun. Jónas vann því með bókina sem miðlunarform og útkoman varð oftar en ekki hreinræktað bókverk.

Kvölddagskráin á fimmtudag er haldin í tengslum við sýningu á teikningum eftir Jónas sem nú stendur yfir í Hoffmannsgalleríi, en það er einmitt til húsa á sama stað og Reykjavíkur­akademían. Myndirnar á sýningunni eru flestar frá sjötta áratug síðustu aldar og í þeim birtast þau átök á milli hlutbundinnar og óhlutbundinnar myndlistar sem þá stóðu sem hæst. - vþ





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.