Eyþór aftur undir stýri 25. maí 2007 08:00 Eyþór Arnalds er kominn með bílprófið aftur eftir að hafa misst það í ár. „Nú verð ég að passa mig á bæði bílum og brennivíni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Arnalds sem hefur endurheimt bílpróf sitt eftir hrakfarir á síðasta ári. Að auki mun hann á næstunni hella sér af fullum krafti út í bæjarpólitíkina í Árborg. Eyþór var, sem kunnugt er, sviptur ökuréttindum sínum fyrir ári síðan eftir að hafa keyrt á ljósastaur á Kleppsvegi og ekið af vettvangi. Slysið kom á versta tíma fyrir hann enda voru þá sveitastjórnarkosningar framundan í landinu og Eyþór skipaði efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg eftir glæsilegan sigur í prófkjöri flokksins. Málið vakti mikla athygli og var í kastljósi fjölmiðlanna svo dögum skipti og var talað um að ferill Eyþórs sem stjórnmálamaður væri úti. En Eyþór stóð af sér stormviðrið. Í kjölfar atburðarins dró hann sig út úr kosningabaráttunni og lýsti því yfir að hann hyggðist fara í meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar yfirburðarsigur í kosningunum en Eyþór taldi sig ekki stætt á því að taka sæti í bæjarráði fyrr en að hann væri búinn að taka út sína refsingu. Og því stendur Eyþór í raun á tvennum gleðilegum tímamótum því auk þess að vera akandi aftur, situr hann sinn fyrsta bæjarráðsfund í næstu viku. „Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki til að koma inní starfið af fullum krafti, reynslunni ríkari,“ segir Eyþór. Eins og lesa má í Sirkus, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag, hefur oddvitinn verið duglegur í heilsuræktinni og hann býst ekki við því að bílprófið eigi eftir eyðileggja það góða átak fyrir sér. „Ég ætla ekki að leyfa bílnum að hrifsa heilsuræktina úr höndunum á mér,“ sagði Eyþór. „Ég hef fengið ótrúlega góða tilfinningu fyrir þessum tveimur jafnfljótu og þeir sjá manni fyrir góðri jarðtengingu,“ segir Eyþór. „Auk þess finnur maður einhvern veginn miklu betur fyrir þeim. Þá má ekki gleyma því hversu mikill mengunarvaldur bíllinn er, því það er varasamt að láta hann þjóna sér of mikið að ekki sé nú talað um útblásturinn,“ segir Eyþór. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Nú verð ég að passa mig á bæði bílum og brennivíni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Arnalds sem hefur endurheimt bílpróf sitt eftir hrakfarir á síðasta ári. Að auki mun hann á næstunni hella sér af fullum krafti út í bæjarpólitíkina í Árborg. Eyþór var, sem kunnugt er, sviptur ökuréttindum sínum fyrir ári síðan eftir að hafa keyrt á ljósastaur á Kleppsvegi og ekið af vettvangi. Slysið kom á versta tíma fyrir hann enda voru þá sveitastjórnarkosningar framundan í landinu og Eyþór skipaði efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg eftir glæsilegan sigur í prófkjöri flokksins. Málið vakti mikla athygli og var í kastljósi fjölmiðlanna svo dögum skipti og var talað um að ferill Eyþórs sem stjórnmálamaður væri úti. En Eyþór stóð af sér stormviðrið. Í kjölfar atburðarins dró hann sig út úr kosningabaráttunni og lýsti því yfir að hann hyggðist fara í meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar yfirburðarsigur í kosningunum en Eyþór taldi sig ekki stætt á því að taka sæti í bæjarráði fyrr en að hann væri búinn að taka út sína refsingu. Og því stendur Eyþór í raun á tvennum gleðilegum tímamótum því auk þess að vera akandi aftur, situr hann sinn fyrsta bæjarráðsfund í næstu viku. „Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki til að koma inní starfið af fullum krafti, reynslunni ríkari,“ segir Eyþór. Eins og lesa má í Sirkus, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag, hefur oddvitinn verið duglegur í heilsuræktinni og hann býst ekki við því að bílprófið eigi eftir eyðileggja það góða átak fyrir sér. „Ég ætla ekki að leyfa bílnum að hrifsa heilsuræktina úr höndunum á mér,“ sagði Eyþór. „Ég hef fengið ótrúlega góða tilfinningu fyrir þessum tveimur jafnfljótu og þeir sjá manni fyrir góðri jarðtengingu,“ segir Eyþór. „Auk þess finnur maður einhvern veginn miklu betur fyrir þeim. Þá má ekki gleyma því hversu mikill mengunarvaldur bíllinn er, því það er varasamt að láta hann þjóna sér of mikið að ekki sé nú talað um útblásturinn,“ segir Eyþór.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein