Innlent

Þarf að ýta konunni í hjólastól á götunum því bílarnir teppa gangstéttarnar í Kópavogi

Íbúi við Kársnesbraut í Kópavogi segist leggja sig og fatlaða eiginkonu sína í mikla lífshættu í hvert sinn sem þau fari úr húsi. Bílum er lagt upp á gangstéttar á Kársnesi og hann þarf að keppa við bílana og nota fjölfarnar göturnar þegar hann ýtir konunni á undan sér í hjólastól.

Þorbjörn Tómasson, sem býr við Kársnesbraut í Kópavogi, segir að bílum sé lagt ólöglega á nánast öll götuhorn og upp á flestar gangstéttar í nágrenni við heimili hans. Kona Þorbjarnar er gigtveik og þarf því að notast við hjólastól þegar hún fer á milli húsa. Þorbjörn segir að hann þori varla að fara út með konunni við þessar aðstæður, þau séu í stórhættu því hann þurfi að ýta hjólastólnum inná göturnar því hann komist ekki leiðar sinnar fyrir bílum sem lagt er upp á gangstéttar.

Þorbjörn segir að menn hlusti ekki á sig þegar hann kvartar en umferð sé orðin allt of mikil á Kársnesi.



Ömmubakstur er eitt þeirra fyrirtækja sem starfar í nágrenni við heimili Þorbjarnar og framan við verksmiðjuhús fyrirtækisins var fjöldi bíla á gangstéttinni núna í morgun.

Framkvæmdastjórinn segir að þetta sé tákn um velmegun, áður fyrr komu oft fimm saman í bíl til starfa hjá fyrirtækinu en núna er gjarnan einn í hverjum bíl og ekkert rými fyrir þennan bílafjölda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×