Innlent

Bið til jóla eftir úthlutuðum leikskólaplássum í Reykjavík

Sighvatur Jónsson skrifar

Foreldrar sem hafa fengið pláss fyrir börn sín á leikskólum Reykjavíkur nú í haust gætu sumir þurft að bíða til jóla eftir því að börnin komist að vegna manneklu. Um tvö hundruð manns vantar í störf á leikskólum borgarinnar. Skortur er líka á grunnskólakennurum og starfsmönnum skólavistunar.

Árlega berast fréttir af skorti á starfsfólki í menntunar- og uppeldisgeiranum. Staðan er verri nú en áður. Í fyrsta sinn er það nú tekið fram í bréfi til foreldra sem hafa fengið úthlutað leikskólaplássi fyrir börn sín í Reykjavík, að fyrirvari sé settur um að það takist að manna leikskólana.

Formaður leikskólaráðs Reykjavíkur segir að sumir foreldrar gætu þurft að bíða til jóla eftir að börn þeirra komist inn á leikskóla, í ljósi þess að 150-200 manns vanti í vinnu.

Formaður menntaráðs borgarinnar segir fleiri grunnskólakennarastöður lausar nú en á sama tíma undanfarin tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×