Innlent

Umhverfislýsing um íslenskar fiskveiðar undirrituð

Sighvatur Jónsson skrifar

Umhverfislýsingu um íslenskar fiskveiðar er ætlað að mæta kröfum erlendra kaupenda um gæðavottun íslenskra fiskafurða. Íslendingar velja að fara þessa leið í stað þess að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um gæðavottun, sem íslenskur sjávarútvegur telur ekki fullnægjandi.

Sjávarútvegsráðherra ásamt fulltrúum Hafrannsóknarstofnunnar, Fiskistofu og Fiskifélags Íslands undirrituðu í gær yfirlýsingu þess að nýting íslenskra fiskistofna væri með ábyrgum hætti, svokallaða umhverfislýsingu.

Yfirlýsingin er fyrsta skrefið. Það næsta er óháð vottun um gæði íslenska fisksins.

Íslenskur sjávarútvegur hefur verið tregur til samstarfs með fjölþjóðasamtökunum MSC um gæðavottun, meðal annars vegna þess að þar sé ekki farið eftir alþjóðasamningum um fiskveiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×