Aftur á vinnumarkað í kjölfar veikinda 2. september 2007 07:45 Sigurður Thorlacius Vinnumarkaður Blásið hefur verið til þriggja ára tilraunaverkefnis þar sem starfstengd endurhæfing er gerð á fólki með skerta starfsorku sem hefur nýlega dottið út af vinnumarkaði. Sextíu einstaklingar sem hafa verið alvarlega veikir taka þátt í verkefninu. Tuttugu þeirra hafa fengið þverfaglega endurhæfingu og eru sex þegar komnir út á vinnumarkaðinn. Kristján Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Glæsibæ, tekur þátt í verkefninu, sem er á vegum heilsugæslustöðva, Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar og velferðarsviðs Reykjavíkur. Hann segir að tilraunin sé unnin í þverfaglegu samstarfi lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðings og félagsráðgjafa á heilsugæslustöðvunum í Glæsibæ, Efra-Breiðholti, Salastöð og Garðabæ. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu, koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn og styðja það til að halda áfram að vinna," segir Kristján. Sigurður Thorlacius, fyrrverandi tryggingayfirlæknir, segir að atvinna sé mannréttindi. Vinna skipti gríðarlega miklu máli fyrir heilsufar og því hafi atvinnumissir heilsuspillandi áhrif til lengri tíma litið. Hingað til hafi ekki verið nægilegt pláss á vinnumarkaði fyrir fólk með skerta starfsorku. Mikilvægt sé að hugarfarsbreyting verði. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu og koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn,“ segir Kristján Guðmundsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni Glæsibæ. Myndin er úr verksmiðju og tengist ekki fréttinni beint. „Þegar einstaklingar lenda í hremmingum og geta ekki sinnt vinnu sinni nógu vel hafa ekki verið nægir möguleikar á hlutastarfi, að fá önnur verkefni eða komast í vinnu hjá öðrum vinnuveitanda þó að starfskraftarnir séu ekki alveg þeir sömu og áður," segir Sigurður. „Hingað til hefur fólk annað hvort verið í vinnu eða verið öryrkjar. Hugmyndin er að fólk geti verið með skerta starfsorku og fengið bætur en samt fengið vinnu við hæfi," segir hann og bendir á að kerfið hafi hingað til virkað sem fátæktargildra vegna tekjutryggingarinnar þar sem allar tekjur hafa komið til frádráttar bótum og jafnvel tekjur maka líka. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að stórauka þurfi starfsendurhæfingu og gera stórar kerfisbreytingar. „Við viljum brjótast út úr þeirri fátæktargildru sem núverandi örorka er og efla atvinnuþátttöku öryrkja." Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Vinnumarkaður Blásið hefur verið til þriggja ára tilraunaverkefnis þar sem starfstengd endurhæfing er gerð á fólki með skerta starfsorku sem hefur nýlega dottið út af vinnumarkaði. Sextíu einstaklingar sem hafa verið alvarlega veikir taka þátt í verkefninu. Tuttugu þeirra hafa fengið þverfaglega endurhæfingu og eru sex þegar komnir út á vinnumarkaðinn. Kristján Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Glæsibæ, tekur þátt í verkefninu, sem er á vegum heilsugæslustöðva, Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar og velferðarsviðs Reykjavíkur. Hann segir að tilraunin sé unnin í þverfaglegu samstarfi lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðings og félagsráðgjafa á heilsugæslustöðvunum í Glæsibæ, Efra-Breiðholti, Salastöð og Garðabæ. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu, koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn og styðja það til að halda áfram að vinna," segir Kristján. Sigurður Thorlacius, fyrrverandi tryggingayfirlæknir, segir að atvinna sé mannréttindi. Vinna skipti gríðarlega miklu máli fyrir heilsufar og því hafi atvinnumissir heilsuspillandi áhrif til lengri tíma litið. Hingað til hafi ekki verið nægilegt pláss á vinnumarkaði fyrir fólk með skerta starfsorku. Mikilvægt sé að hugarfarsbreyting verði. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu og koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn,“ segir Kristján Guðmundsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni Glæsibæ. Myndin er úr verksmiðju og tengist ekki fréttinni beint. „Þegar einstaklingar lenda í hremmingum og geta ekki sinnt vinnu sinni nógu vel hafa ekki verið nægir möguleikar á hlutastarfi, að fá önnur verkefni eða komast í vinnu hjá öðrum vinnuveitanda þó að starfskraftarnir séu ekki alveg þeir sömu og áður," segir Sigurður. „Hingað til hefur fólk annað hvort verið í vinnu eða verið öryrkjar. Hugmyndin er að fólk geti verið með skerta starfsorku og fengið bætur en samt fengið vinnu við hæfi," segir hann og bendir á að kerfið hafi hingað til virkað sem fátæktargildra vegna tekjutryggingarinnar þar sem allar tekjur hafa komið til frádráttar bótum og jafnvel tekjur maka líka. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að stórauka þurfi starfsendurhæfingu og gera stórar kerfisbreytingar. „Við viljum brjótast út úr þeirri fátæktargildru sem núverandi örorka er og efla atvinnuþátttöku öryrkja."
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira