Níræður faðir vill fleiri börn 24. ágúst 2007 04:00 Í fullu fjöri Jogi með hina tveggja vikna gömlu Girija Rajkumari í fanginu. Elsti faðir heims stendur heldur betur undir nafni og hefur nú eignast sitt 21. barn, níræður að aldri. Indverski bóndinn Nanu Ram Jogi er orðinn 90 ára gamall en er frjósamur sem aldrei fyrr. Hann er skráður í heimsmetabók Guinnes sem elsti pabbi í heimi og fyrir tveimur vikum sló Jogi sitt eigið heimsmet þegar hann eignaðist sitt 21. barn á lífsleiðinni, dótturina Girija Rajkumari. Jogi eignaðist dótturina með sinni fjórðu eiginkonu og hefur í hyggju að halda áfram að eignast börn þar til hann verður 100 ára. „Konur elska mig,“ segir Jogi. „Ég vill eignast fleiri börn. Ég er við hestaheilsu og get lifað nokkra áratugi til viðbótar. Ég vill eignast börn allavega þar til ég verð 100 ára - þá hætti ég kannski,“ segir hann. Jogi segist ekki vita með fullri vissu hversu mörg börn hann eigi og er allt eins líklegt að þau séu fleiri en þau 21 sem vitað er um með fullri vissu, tólf syni og níu dætur. Þá á Jogi 20 barnabörn og sjö barnabarnabörn. Spurður um hvernig hann viðhaldi frjóseminni segir Jogi að mikið kjötát sé lykilatriði. „Ég borða allar tegundir af kjöti, lömb, kanínur, kjúklinga, naut og önnur villt dýr. Svo fer ég í góðan göngutúr á hverjum degi.“ Jogi eignaðist sitt fyrsta barn árið 1943 og hefur bætt jafnt og þétt í sarpinn síðan þá. Núverandi eiginkona hans, Saburi, var eitt sinn gift elsta syni hans, Shiv Lal, sem lést fyrir 10 árum síðan. „Þegar maðurinn minn lést lofaði Jogi að hugsa um mig og nú eigum við sjö börn. Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Saburi. Sjálfur segist Jogi lifa hinu fullkomna lífi. „Öll þessi börn og barnabörn halda mér ungum.“ Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Elsti faðir heims stendur heldur betur undir nafni og hefur nú eignast sitt 21. barn, níræður að aldri. Indverski bóndinn Nanu Ram Jogi er orðinn 90 ára gamall en er frjósamur sem aldrei fyrr. Hann er skráður í heimsmetabók Guinnes sem elsti pabbi í heimi og fyrir tveimur vikum sló Jogi sitt eigið heimsmet þegar hann eignaðist sitt 21. barn á lífsleiðinni, dótturina Girija Rajkumari. Jogi eignaðist dótturina með sinni fjórðu eiginkonu og hefur í hyggju að halda áfram að eignast börn þar til hann verður 100 ára. „Konur elska mig,“ segir Jogi. „Ég vill eignast fleiri börn. Ég er við hestaheilsu og get lifað nokkra áratugi til viðbótar. Ég vill eignast börn allavega þar til ég verð 100 ára - þá hætti ég kannski,“ segir hann. Jogi segist ekki vita með fullri vissu hversu mörg börn hann eigi og er allt eins líklegt að þau séu fleiri en þau 21 sem vitað er um með fullri vissu, tólf syni og níu dætur. Þá á Jogi 20 barnabörn og sjö barnabarnabörn. Spurður um hvernig hann viðhaldi frjóseminni segir Jogi að mikið kjötát sé lykilatriði. „Ég borða allar tegundir af kjöti, lömb, kanínur, kjúklinga, naut og önnur villt dýr. Svo fer ég í góðan göngutúr á hverjum degi.“ Jogi eignaðist sitt fyrsta barn árið 1943 og hefur bætt jafnt og þétt í sarpinn síðan þá. Núverandi eiginkona hans, Saburi, var eitt sinn gift elsta syni hans, Shiv Lal, sem lést fyrir 10 árum síðan. „Þegar maðurinn minn lést lofaði Jogi að hugsa um mig og nú eigum við sjö börn. Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Saburi. Sjálfur segist Jogi lifa hinu fullkomna lífi. „Öll þessi börn og barnabörn halda mér ungum.“
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira